Viðskiptaráð veitir aðildarfélögum sínum ýmsa ráðgjöf og þjónustu án endurgjalds. Hvort heldur er um ráðgjöf, almenna þjónustu eða vinnu að hagsmunamálum fyrirtækja gerir ráðið sitt besta við að leysa hratt og greiðlega úr málum félaga sinna. Ennfremur veitir Viðskiptaráð sérhæfða þjónustu fyrir félaga sem og aðra á sviði upprunavottorða og ATA Carnet skírteina.