Í fyrramálið fer fram á Hilton Nordica hinn árlegi Peningamálafundur Viðskiptaráðs. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Peningastefna í hafti: Flýtur krónan aftur? og verður Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, aðalræðumaður fundarins.
Mun Seðlabankastjóri ræða stöðu efnahagsmála en gera má jafnframt ráð fyrir að miklar umræður skapist á fundinum um nýlega yfirlýsingu bankans um gjaldeyrishöftin. Yfirlýsing þessi var gefin út samhliða útgáfu Peningamála til að útskýra stefnuramma og núverandi áform varðandi afnám haftanna. Í henni kemur m.a. fram að:
Í yfirlýsingu bankans kom jafnframt fram að núverandi áætlun um afnám haftanna byggi á nokkrum meginskilyrðum. Þar vega þjóðhagslegur stöðugleiki (sjálfbær ríkisfjármál, minnkandi verðbólga), traust fjármálakerfi og gjaldeyrisforðinn þyngst. Samkvæmt Seðlabankastjóra eru tvö af þessum þremur skilyrðum uppfyllt, en traust fjármálakerfi er ekki fyrir hendi. Í ljósi nýlegra yfirlýsinga forsætisráðherra um endurskoðun á niðurskurði opinberra útgjalda má ljóst vera að fyrsta skilyrðinu gæti verið stefnt í voða. Því má einnig gera ráð fyrir umræðum um framvindu meginskilyrða fyrir afnámi haftanna.
Þátttakendur í pallborði Peningamálafundarins eru Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson aðalhagfræðingur Arion banka, Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar og Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Umsjón með pallborðsumræðum er í höndum Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Nasdaq OMX Ísland. Fundurinn hefst kl. 8:15 og stendur til kl. 10:00 á Hilton Reykjavík Nordica (Salur H/I).
Fundargjald er kr. 3.500 með morgunverði sem hefst kl. 8:00.
Fundurinn er öllum opinn.
Nýja útgáfu Peningamála má nálgast hér og yfirlýsing bankans um höftin hér.
Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér.