Viðskiptaráð Íslands

211 breytingar á skattkerfinu frá árinu 2007

Frá árinu 2007 hafa verið gerðar 211 breytingar á skattkerfinu. Breytingarnar skiptast í 51 skattalækkun og 160 skattahækkanir. Fyrir hverja skattalækkun hafa því skattar verið hækkaðir ríflega þrisvar sinnum. Þetta eru niðurstöður uppfærslu á yfirliti Viðskiptaráðs Íslands yfir skattabreytingar undanfarinna ára.

Skoða yfirlit

Veigamestu breytingarnar frá árinu 2007 eru eftirfarandi:

  • Tekjuskattur einstaklinga (efsta þrep) hefur hækkað um 34%
  • Meðalútsvar hefur hækkað um 11%
  • Fjármagnstekjuskattur hefur hækkað um 100%
  • Erfðafjárskattur hefur hækkað um 100%
  • Skattur á neftóbak hefur hækkað um 459%
  • Kolefnisgjöld á bensín og díselolíu hafa hækkað um 107%
  • Almennt gjald af eldsneyti hefur hækkað um 176%
  • Tryggingagjald hefur hækkað um 38%

Jákvæðar breytingar um áramótin
Þónokkar skattalækkanir komu til framkvæmda um áramótin 2015-2016. Tekjuskattur var lækkaður, tollar á fatnað og skó afnumdir, orkuskattur á rafmagn afnuminn og tryggingagjald og útvarpsgjald lækkuð. Áætlað umfang þessara lækkana nemur um 11 ma. kr. á ári.

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að haldi áfram á þessari braut. Með því að lækka fleiri skatta á komandi árum er hægt að vinda ofan af óhagfelldri þróun skattkerfisins á fyrstu árum efnahagslægðarinnar. Þannig má styrkja forsendur aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara á komandi árum.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024