Viðskiptaráð Íslands

Umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2024

„Viðskiptaráð fagnar því að lögð sé áhersla á aukið aðhald ríkisfjármála en telur að stíga þurfi stærri skref til að draga úr þenslu og ná verðbólguhorfum niður.“

Viðskiptaráð Íslands hefur unnið umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024. Í framlögðu frumvarpi kemur fram að það sé að miklu leyti byggt á síðustu fjármálaáætlun og því eiga fyrri umsagnir ráðsins enn að miklu leyti við.

Umsögn Viðskiptaráðs má lesa í heild sinni hér og vill ráðið koma á framfæri eftirfarandi atriðum hvað varðar ríkisfjármálin á næstu árum:

  • Íslenska hagkerfið kemur mun betur undan heimsfaraldri en áætlað var og samfara því jukust tekjur hins opinbera langt umfram væntingar.
  • Eftir þensluhvetjandi aðgerðir í fimm ár eykst loks aðhaldsstig ríkisfjármála en ljóst er að boðaðar aðgerðir duga skammt til að vinda ofan af uppsöfnuðum áhrifum í kerfinu.
  • Viðskiptaráð fagnar því að lögð sé áhersla á aukið aðhald ríkisfjármála en telur að stíga þurfi stærri skref til að draga úr þenslu og ná verðbólguhorfum niður.
  • Fáheyrður útgjaldavöxtur undanfarinna ára er ekki genginn til baka og tekjustofnar ríkissjóðs hafa styrkst umfram það sem vænta mátti. Viðskiptaráð telur því nærtækast að frekara aðhald sé útfært á útgjaldahlið ríkisfjármálanna.
  • Áskoranir og breytt samsetning á vinnumarkaði kalla á breyttar áherslur. Launaþróun hefur verið langt umfram það sem samrýmist verðstöðguleika. Hið opinbera hefur þar verið í fararbroddi og leitt launahækkanir undanfarin ár. Að mati Viðskiptaráðs ber að vinda ofan af þeirri þróun og leyfa almennum vinnumarkaði að leiða launasetningu í landinu.
  • Þrátt fyrir gríðarlegan vöxt tekna og breikkun tekjustofna er lögð áhersla á hækkun skatta og álagna á einstaklinga og fyrirtæki.
  • Viðskiptaráð telur mikilvægt að áhersla sé lögð á skilvirkni í rekstri og einföldun stofnanaumhverfisins. Víða leynast tækifæri til sameininga stofnana og knýja má á um aukna skilvirkni með aukinni stafvæðingu.
  • Skuldahorfur ríkissjóðs hafa stórbatnað frá því í miðjum faraldri en eru þó verri en á horfðist fyrir fjórum árum.
  • Viðskiptaráð telur brýnt að halda fyrirhugðum sölu má ríkiseignum til streitu til að draga úr lánsfjárþörf ríkissjóðs og minnka skuldsetningu enda eru vaxtagjöld orðin einn stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs.
  • Fjármagnsem varið er í vaxtagjöld er fé sem ekki nýtist í eflingu grunnþjónustu fyrir skattgreiðendur og eru þetta því sennilega þau útgjöld sem mest samstaða ætti að vera um að draga úr.

Viðskiptaráð hvetur fjárlaganefnd og Alþingi til að leita frekari leiða á útgjaldahlið frumvarpsins til að bæta afkomu ríkissjóðs.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024