Viðskiptaráð Íslands

Vantar 200 konur í stjórnir

Mikil umræða hefur verið um fjölbreytni í stjórnum síðustu misseri, en umtalsverður árangur hefur náðst síðustu árin í því að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja hér á landi. Þann árangur má m.a. rekja til samstarfssamnings Viðskiptaráðs Íslands, SA og FKA frá árinu 2009. „Samkvæmt úttekt Creditinfo höfum við náð þessu hlutfalli úr 10% í 20% á ekki lengri tíma en þremur árum. Aðdragandi norsku lagana var fjögur ár og málið mikið í umræðunni í allt að tíu ár. Ef við horfum á tilskipun Evrópusambandsins, þá er tímaramminn átta ár“ sagði Haraldur I. Birgisson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í þættinum Í bítið á Bylgjunni í gær. „Fyrst okkur hefur tekist að ná svona langt á þessum tveimur og hálfu árum er spurning hvort það gæti ekki komið til greina að gefa okkur önnur tvö ár“ og vísaði þar til þeirrar staðreyndar að lög um kynjakvóta taka gildi nú í haust.

Haraldur kom einnig inn á það að fjölbreyttari stjórnir eru líklegri til að draga að borðinu fjölbreyttari sjónarmið, eiga opin skoðanaskipti og leggja fram uppbyggilega gagnrýni, sem segja má að sé kjarninn í góðum stjórnarháttum, en Viðskiptaráð hefur vakið athygli á þeim málum síðustu ár. Rannsóknir frá Bandaríkjunum sýna jafnframt að fyrirtæki sem tileinka sér góða stjórnarhætti skila meiri arðsemi en önnur, það er því þjóðarhagur að auka fjölbreytni í stjórnum fyrirtækja.

Nú vantar hátt í 200 konur til að ná markmiðum laganna, en bæta þarf úr því á aðalfundum fyrirtækja sem nú eru framundan - Í tengslum við það sagði Haraldur „Ég ætla vera svo bjartsýnn að skjóta á að við náum upp í 30%. Ef við fáum tvö ár í viðbót þá klárum við þetta.“

Niðurstöður könnunar KPMG
KPMG birti í síðustu viku niðurstöður könnunar meðal stjórnarmanna fyrir árið 2012, en þar er meðal annars fjallað um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja og var markmið könnunarinnar að kortleggja nokkur lykilatriði varðandi stjórnarmenn og störf stjórna á Íslandi. Könnunin í ár var gerð í samstarfi við Félagsvísindasvið Háskóla, en niðurstöður hennar má nálgast á vef KPMG.

Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi í síðustu viku. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, ávarpaði fundinn og talaði hann um breytt hlutverk stjórnarmanna á síðustu árum. Hann telur að kröfur og ábyrgð hafi farið vaxandi og aukin fagmennska einkenni stjórnarstörf miðað við það sem áður var. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá KPMG, kynnti niðurstöðurnar og í framhaldi ræddu Haraldur og aðrir fulltrúar atvinnulífs niðurstöður könnunarinnar og stöðu mála hér á landi.

Tengt efni í fjölmiðlum:

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024