Viðskiptaráð Íslands

Námsstyrkir til framhaldsnáms erlendis

2013.12.10 namsstyrkir vefur

Viðskiptaráð auglýsir eftir umsóknum um fjóra styrki, hver að upphæð kr. 400.000. Styrkirnir eru veittir til framhaldsnáms við erlenda háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess.

Styrkir úr námssjóði um upplýsingatækni er eingöngu veittur umsækjendum í upplýsingatækninámi.

Skilyrði styrkveitingar er að umsækjendur hafi lokið háskólanámi eða öðru sambærilegu námi og hafi hafið framhaldsnám. Það er með öðrum orðum ekki markmið styrkveitinganna að styrkja þá sem hyggja á framhaldsnám (hafa t.a.m. fengið inni í erlendum skólum en ekki hafið nám).

Þeir nemendur sem hljóta styrk verða beðnir um að aðstoða við gerð stuttrar kynningar.

Umsóknum þarf a.m.k. að fylgja:

  • Afrit af prófskírteini (prófskírteini úr fyrra háskólanámi).
  • Vottorð um skólavist erlendis (staðfesting frá skólanum).
  • Lýsing á hinu erlenda námi (stutt lýsing, hægt er að láta fylgja með ítarlegri upplýsingar, t.d. ljósrit úr kennsluskrá viðkomandi skóla eða deildar).
  • Ferilskrá með ljósmynd af umsækjanda.
  • Stutt lýsing á markmiðum umsækjanda að námi loknu (hámark 1 blaðsíða).

Umsóknarfrestur fyrir námsstyrki Viðskiptaráðs 2014 er til kl. 16.00 föstudaginn 17. janúar 2014. Umsóknum skal skilað til Viðskiptaráðs Íslands, Kringlunni 7, 103 Reykjavík eða rafrænt á asthildur@vi.is. Merkja skal umsóknir "Námsstyrkir Viðskiptaráðs 2014." Nánari upplýsingar er að finna hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024