Viðskiptaráð auglýsir eftir umsóknum um fjóra styrki, hver að upphæð kr. 400.000. Styrkirnir eru veittir til framhaldsnáms við erlenda háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess.
Styrkir úr námssjóði um upplýsingatækni er eingöngu veittur umsækjendum í upplýsingatækninámi.
Skilyrði styrkveitingar er að umsækjendur hafi lokið háskólanámi eða öðru sambærilegu námi og hafi hafið framhaldsnám. Það er með öðrum orðum ekki markmið styrkveitinganna að styrkja þá sem hyggja á framhaldsnám (hafa t.a.m. fengið inni í erlendum skólum en ekki hafið nám).
Þeir nemendur sem hljóta styrk verða beðnir um að aðstoða við gerð stuttrar kynningar.
Umsóknum þarf a.m.k. að fylgja:
Umsóknarfrestur fyrir námsstyrki Viðskiptaráðs 2014 er til kl. 16.00 föstudaginn 17. janúar 2014. Umsóknum skal skilað til Viðskiptaráðs Íslands, Kringlunni 7, 103 Reykjavík eða rafrænt á asthildur@vi.is. Merkja skal umsóknir "Námsstyrkir Viðskiptaráðs 2014." Nánari upplýsingar er að finna hér.