Miðvikudaginn 8. október kl. 16 verður haldinn blaðamannfundur þar sem kynntar verða tillögur að bættum aðbúnaði og umhverfi erlendra sérfræðinga sem starfa á Íslandi. Á vegum Verslunarráðs var myndaður starfshópur í maí sl. og verður skýrslu hans dreift á blaðamannafundinum.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að til að alþjóðleg starfsemi fyrirtækja geti þrifist hér á landi, þurfi þjóðfélagið einnig að nýta sér krafta og frumkvæði erlendra sérfræðinga, sem vilja starfa hjá íslenskum þekkingarfyrirtækjum, bæði tímabundið og án tímamarka. Því sé mikilvægt að að bæta aðstöðuna og skapa aðlaðandi umhverfi fyrir erlenda sérfræðinga og fjölskyldur þeirra.