Viðskiptaráð Íslands

Seðlabankastjóri á morgunverðarfundi VÍ

Haustútgáfa Peningamála Seðlabankans var til umræðu á morgunverðarfundi Verslunarráðs í morgun en skýrslan kom út í gær. Fundurinn var með öðru sniði en áður því að þessu sinni var efnt til hringborðsumræðna að lokinni framsögu Seðlabankastjóra. Þátttakendur í umræðunum voru fulltrúi stjórnar VÍ, Hörður Arnarson (Marel hf.) og forstöðumenn greiningadeilda bankanna, þeir Þórður Pálsson (Kaupþingi Búnaðarbanka), Ingólfur Bender (Íslandsbanka) og Björn Rúnar Guðmundsson (Landsbanka). Umræðum stjórnaði Guðrún Hálfdánardóttir fréttastjóri Viðskiptablaðs Morgunblaðsins.

______________

 
„Nauðsynlegt er að greina á milli sjálfbærs hagvaxtar og skuldsetts hagvaxtar,“ sagði Hörður Arnarson á morgunverðarfundi í morgun. Með sjálfbærum hagvexti er átt við hagvöxt sem er knúinn áfram með auknum útflutningi og raunverulegri verðmætasköpun en skuldsettur hagvöxtur er þá eins og nafnið bendir til hagvöxtur sem er knúinn áfram með skuldsetningu og erlendum lánum.  Hörður sagði að um þessar mundir væri hagvöxtur klárlega drifinn áfram af skuldsetningu. 
 
Björn Rúnar Guðmundsson benti á að hagvöxtur hafi lengst af verið drifinn áfram af auðlindum og nýjustu stórfjárfestingar á þeim sviðum væru í sama anda. Björn sagði að hagvöxtur til framtíðar felist í mannauð og hætta sé á að áherslan á auðlindahagvöxtinn ryðji burt mannauðshagvextinum.  Fram kom á fundinum að ruðningsáhrifin eru þegar að koma fram þar sem fjárefstingar á öðrum sviðum en stóriðju séu ekki áætlaðar ýkja miklar í spám Seðlabanka eða hjá greiningadeildum bankanna.
 
Bankar sýni stillingu
Seðlabankastjóri sagði í hringborðsumræðu að samkeppni viðskiptabankanna mætti ekki leiða til þess að þeir lánuðu og lánuðu. Bankinn varar við þessu og hefur gert áður.  „Menn verða að fara með gát, ekki síst í endurlánum erlendra lána,“ sagði Seðlabankastjóri. Þórður Pálsson sagði að bankar þurfi að sýna stillingu á tímum þegar afkoma þeirra er yfir væntingum.
 
 
 
Fjölmenni var á fundi Verslunarráðs um álit
Seðlabankans á ástandi
og horfum í efnahagsmálum.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024