Viðskiptaráð Íslands

Íbúðalánasjóður - Riddari á hvítum hesti?

Barátta Seðlabankans fyrir stöðugu verðlagi hefur ekki gengið sem skildi á undanförnum árum og verðbólga hefur því bæði verið há og viðvarandi. Þetta má að stærstum hluta rekja til mikillar eftirspurnar. Þeir vextir sem skipta einstaklinga mestu eru húsnæðislánavextir og miðar hækkun stýrivaxta því m.a. að hækkun þeirra. Með þessum hætti er peningastefnu Seðlabankans ætlað að sporna gegn þenslu í hagkerfinu. Það skýtur skökku við að hið opinbera skuli hafa unnið gegn nauðsynlegri hækkun húsnæðisvaxta með því að niðurgreiða almenn íbúðalán í gegnum Íbúðalánasjóð. Þetta hefur átt ríkan þátt í því að spilla fyrir virkni peningastefnunnar undanfarin ár og leitt til þess að stýrivextir hafa orðið mun hærri en ella. Afleiðingin er að skammtímavextir eru mun hærri en þeir hefðu þurft að vera, verðbólga hefur verið yfir þolmörkum um árabil og þenslan mun meiri en annars hefði verið.

Það er því nauðsynlegt að umbreyta Íbúðalánasjóði hið fyrsta. Undanfarin ár hefur starfsemi sjóðsins grafið undan áhrifamætti peningastefnunnar, aukið ójafnvægi í hagkerfi að tilefnislausu og ógnað fjármálastöðugleika. Ekki er nauðsynlegt að hverfa frá félagslegum markmiðum Íbúðalánasjóðs, enda hefur reynsla erlendis frá sýnt að hægt er að tryggja fjárhagslega verr settum einstaklingum aðgang að húsnæði með skilvirkari hætti en nú tíðkast.

Um leið er mikilvægt að leiðrétta þá villandi umræðu sem hefur átt sér stað á undanförnum misserum um stöðu á húsnæðislánamarkaði. Svo virðist sem ýmsir hafi viljað slá Íbúðalánasjóð til riddara og telja mikilvægi hans hafa sannað sig á síðustu mánuðum. Þar er um mikinn misskilning að ræða enda eru breytingar á fyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs helsta orsök þeirrar stöðu sem nú er komin upp á húsnæðislánamarkaði.

Skoðunina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024