Viðskiptaráð Íslands

Útskrift í námskeiði um einkarekstur

12. desember útskrifast nemendur af námskeiðinu "Ný tækifæri í einkarekstri" sem Háskólinn í Reykjavík og VÍ stóðu að ásamt SA.  Á námskeiðinu hafa einstaklingar unnið að viðskiptaáætlunum á sviði mennta- og heilbrigðismála.  Margar hugmyndir hafa verið kynntar sem bætt geta þjónustu á þessum sviðum og aukið fjölbreytni. Við óskum útskriftarnemum til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í því að ryðja brautir í einkarekstri á þessum mikilvægu sviðum.

Meðal hugmynda sem komu fram á námskeiðinu voru heimaþjónusta fyrir krabbameinssjúklinga, hjúkrunarheimili, þjónusta við geðfatlaða, skólaráðgjöf, leikskóli og fleira.

Myndir frá útskriftinni.

Mynd 1   Mynd 2   Mynd 3   Mynd 4 - Allur hópurinn

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024