12. desember útskrifast nemendur af námskeiðinu "Ný tækifæri í einkarekstri" sem Háskólinn í Reykjavík og VÍ stóðu að ásamt SA. Á námskeiðinu hafa einstaklingar unnið að viðskiptaáætlunum á sviði mennta- og heilbrigðismála. Margar hugmyndir hafa verið kynntar sem bætt geta þjónustu á þessum sviðum og aukið fjölbreytni. Við óskum útskriftarnemum til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í því að ryðja brautir í einkarekstri á þessum mikilvægu sviðum.
Meðal hugmynda sem komu fram á námskeiðinu voru heimaþjónusta fyrir krabbameinssjúklinga, hjúkrunarheimili, þjónusta við geðfatlaða, skólaráðgjöf, leikskóli og fleira.
Myndir frá útskriftinni.