Viðskiptaráð Íslands

Sjónarhóll, HÍ og VÍ í samstarf

Verslunarráð Íslands hefur gert samning við Sjónarhól og félagsvísindadeild Háskóla Íslands um rannsóknaraðstöðu í húsnæði Sjónarhóls sem mun nýtast fyrir rannsóknir sem varða fjölskyldur barna með sérþarfir.  Með rannsóknaraðstöðu hjá Sjónarhóli er stefnt að því að stuðla að rannsóknum á lífi, aðstæðum og aðbúnaði fjölskyldna barna með sérþarfir sem þætti í framþróun og stefnumörkun í málefnum þessara fjölskyldna.

Í samningnum felst að Verslunarráð og Sjónarhóll leggja sameiginlega til húsnæði, HÍ annast milligöngu við nemendur sem stunda rannsóknir á þessu sviði og Sjónarhóll leggur til þekkingu og stuðning við rannsóknarvinnuna.

Þegar hafa þrír nemendur í framhaldsnámi í fötlunarfræði við HÍ óskað eftir að fá afnot af aðstöðunni. Verkefnin sem þeir eru að vinna að snúast um atvinnumál fatlaðra, þjónustu við fjölskyldur fatlaðra barna og lífsstíl og heilsu kvenna með þroskaröskun.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024