Guðfinna S. Bjarnadóttir, núverand rektor Háskólans í Reykjavík, hefur verið skipuð rektor nýs sameinaðs háskóla, Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands (THÍ). Stefanía K. Karlsdóttir rektor THÍ hyggst ljúka doktorsnámi sínu og sóttist ekki eftir stöðu við hinn sameinaða skóla. Deildarforseti tækni- ogverkfræðideildar er dr. Bjarki A. Brynjarsson, deildarforseti nýrrar kennslufræðideildar er dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti viðskiptafræðideildar er dr. Þorlákur Karlsson og deildarforseti lagadeildar er Þórður S. Gunnarsson.