Viðskiptaráð Íslands

Reykjavíkurborg selur loksins Vélamiðstöðina

Í gær var undirritaður samningur um kaup Íslenska Gámafélagsins ehf. á Vélamiðstöðinni ehf. sem hefur verið í eigu Reykjavíkurborgar, bæði beint og óbeint með eignaraðild Orkuveitunnar. 

Viðskiptaráð fagnar þessari einkavæðingu. Ráðið lét sig málefni Vélamiðstöðvarinnar varða á síðasta ári í kjölfar útboðs vegna gámaþjónustu við endurvinnslustöðvar. Gagnrýndi ráðið mjög þessa atvinnustarfsemi borgarinnar og Orkuveitunnar og benti á ójafna samkeppnisstöðu á þessum markaði vegna hennar.

Nú er því fagnað að fyrirtækjum borgarinnar fækkar um eitt um leið og Verslunarráð hvetur til þess að áfram verði haldið á sömu braut, bæði með sölu borgarfyrirtækja, eins og Malbikunarstöðvarinnar, og með því að borgin dragi sig úr samkeppnisrekstri eins og t.d. dagvistun barna.

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026