Viðskiptaráð Íslands

Frumvarp til laga um Orkuveitu Reykjavíkur

Viðskiptaráð Íslands hefur sent inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp til laga um Orkuveitu Reykjavíkur.

Heilt yfir er Viðskiptaráð hlynnt því að rekstur OR verði færður til samræmis við það skipulag sem tekið var upp í kjölfar breytinga á raforkulögum árið 2008. Skynsamlegast er að eitt verði látið yfir alla ganga í þessu samhengi, þó Viðskiptaráð hafi gert athugasemdir við eintaka þætti breytinganna á sínum tíma. Hvatti ráðið t.a.m. til að opnað yrði fyrir aðkomu einkaaðila á öllum sviðum orkugeirans, þ.e. í framleiðslu, dreifingu, flutningi, heildsölu og smásölu rafmagns. Í dag er hið opinbera, ríki og sveitarfélög, ráðandi aðili á öllum þessum mörkuðum auk þess að vera eðli máls samkvæmt sá aðili sem sinnir laga- og reglusetningu og eftirliti.

Hvað þetta frumvarp varðar gerir Viðskiptaráð einkum þrjár athugasemdir. Í fyrsta lagi er þarft að skýra nánar samband OR sem eiganda þeirra tveggja dótturfélaga sem frumvarpið opnar á að verði stofnuð, annars vegar um einkaleyfisstarfsemina og hins vegar samkeppnishlutann.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér.

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025