Viðskiptaráð Íslands

Metþátttaka á velheppnuðu Viðskiptaþingi

Um 500 manns mættu á árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs sem var að ljúka. Að þessu sinni var yfirskriftin Ísland árið 2015. Aðalræðumaður dagsins var Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group. Einnig fluttu erindi þeir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Jón Karl Ólafsson formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Icelandair.

Að loknum framsöguerindum voru líflegar pallborðsumræður undir styrkri stjórn dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur rektor Háskólans í Reykjavík. Þátttakendur voru Berglind Ásgeirsdóttir aðstoðarforstjóri OECD, Bjarni Benediktsson alþingismaður, Gabríela Friðriksdóttir listamaður, Hannes Smárason forstjóri FL Group og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri KB banka hf. Mönnum var tíðrætt um tengsl menninga, fræða og lista og hvernig mætti efla slík tengsl í framtíðnni, þjóðinni til heilla.

Ræða Jóns Karls Ólafssonar, formanns Viðskiptaráðs og forstjóra Icelandair

Ræða Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra

Ræða Ágústar Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar Group

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024