Viðskiptaráð Íslands

Lækkun virðisaukaskatts, vörugjalda og tolla fagnaðarefni

Með þessum breytingum verður tekið stórt framfaraskref í í tolla- og skattamálum. Sérstakt fagnaðarefni er afnám vörugjalda á matvæli, enda er um úrelta og afar ógagnsæja skattlagningu að ræða. Þó telur Viðskiptaráð enga ástæðu til að halda í vörugjaldi á sykri og sætindum, enda um óeðlilega neyslustýringu að ræða.

Ljóst er að breytingarnar eru hagkvæmar, gagnast stórum hópi fólks og auka gegnsæi og samkvæmni í skattkerfinu. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að halda áfram á sömu braut enda eru möguleikar á enn frekari úrbótum.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024