Með þessum breytingum verður tekið stórt framfaraskref í í tolla- og skattamálum. Sérstakt fagnaðarefni er afnám vörugjalda á matvæli, enda er um úrelta og afar ógagnsæja skattlagningu að ræða. Þó telur Viðskiptaráð enga ástæðu til að halda í vörugjaldi á sykri og sætindum, enda um óeðlilega neyslustýringu að ræða.
Ljóst er að breytingarnar eru hagkvæmar, gagnast stórum hópi fólks og auka gegnsæi og samkvæmni í skattkerfinu. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að halda áfram á sömu braut enda eru möguleikar á enn frekari úrbótum.