Þórunn Stefánsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Viðskiptaráðs. Þórunn er með BS.c. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík frá 2004. Þórunn stundar MA-nám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands samhliða starfi.
Arna Harðardóttir sem verið hefur fjármálastjóri Viðskiptaráðs frá byrjun árs hefur horfið til annarra starfa hjá nýju fjármálafyrirtæki, Auður Capital ehf.