Jürgen Stark, stjórnarmaður í evrópska seðlabankanum, segir bankann ekki styðja einhliða upptöku evru. Þá sagði Jürgen: “Ríki sem taka evruna upp einhliða, gera það á eigin ábyrgð og eigin hættu, án þess að skuldbinda sig gagnvart Evrópusambandinu eða evrópska seðlabankanum”. Jürgen sagði hins vegar að einhliða upptaka evrunnar gæti falið í sér tiltekna kosti. Með upptöku evrunnar og þarf af leiðandi innleiðingu trúverðugleika evrópska seðlabankans gæti verðbólga sem og vextir í viðkomandi ríki lækkað. Slíkt væri þó háð því að efnahagslegur stöðugleiki ríkti í því ríki fyrir einhliða upptöku. Jürgen sagði hins vegar að slík upptaka gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og lagði hann áherslu á að einhliða upptaka væri ekki skjót lausn á vandamálum ríkja.
Hvað varðar þá þróun að evran myndi taka sig upp sjálfkrafa sagði Jürgen: “evruvæðing að hluta felur í sér alvarlega áhættu fyrir þegna, viðskipti, bankanna sem og hið opinbera.” Að endingu minnti Jürgen á að myntbandalagið tæki ávallt vel á móti nýliðum, en sagði jafnframt að nýliðarnir yrðu að koma inn aðaldyrnar, ekki bakdyrnar.
Ræðu Jürgen Stark má nálgast hér.