Viðskiptaráð Íslands

Brýnt að hefja samstarf við IMF

Ljóst er að íslenska ríkið þarf utanaðkomandi aðstoð til að greiða úr þeim vanda sem upp er kominn, ekki síst vegna þess ófremdarástands sem nú ríkir á gjaldeyrismarkaði. Viðskiptaráð telur í þessu sambandi brýnt að komast tafarlaust að samkomulagi um aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Samstarf við IMF mun auka trúverðugleika Íslands út á við og veita landinu aðgang að lánalínum frá fleiri aðilum. Líta má á aðkomu IMF sem einskonar heilbrigðisvottorð fyrir Ísland.

Í dag hafa borist fréttir erlendis frá þess efnis að íslenska ríkið eigi nú í lokaviðræðum við IMF. Endanleg upphæð lánsins, auk þeirra skilmála sem því munu fylgja, virðast aftur á móti ekki liggja fyrir. Engu að síður fagnar Viðskiptaráð þessum fréttum.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024