Viðskiptaráð Íslands

Ný stjórn Sænsk-íslenska viðskiptaráðsins

Á aðalfundi Sænsk-íslenska viðskiptarráðsins ( SÍV)  sem haldinn var  þann 29. október var Jafet S.Ólafsson endurkjörinn formaður ráðsins. Nýir í stjórn eru Kristín Pétursóttir forstjóri Auðar Capital og Þórarinn Ævarsson forstjóri IKEA  en þau taka við af Kristjáni Jóhannessyni, Seafood Union og Kalle Byström, Aviareps en þeir hafa báðir setið um árabil í stjórn SÍV og eru þeim þökkuð störf í þágu ráðsins.

Aðrir stjórnarmenn þau Alfreð Jóhannsson, Ó. Johnson & Kaaber, Ásta Arnþórsdóttir, Islandia AB, Jóhann G. Jóhannsson,Glitni, Jóhanna Waagfjörð,Högum, Karítas Kjartansdóttir, VBS og Knútur G. Hauksson, Heklu voru endurkjörnir.  Endurskoðendur voru kjörnir þeir Bergþór Konráðsson, Eigarhaldsfélaginu Frey og Geir Þórarinn Zoega, Ísaga.

Madeleine Ströje-Wilkens sendiherra Svíþjóðar, sem jafnfram hýsti fundinn, hefur ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni sendiherra Íslands í Svíþjóð stutt dyggilega við starf ráðsins í gegnum árin.

Verkefni ráðsins
Sænsk íslenska viðskiptaráðið hefur ekki eingöngu það hlutverk að örva viðskipti milli fyrirtækja, það hefur einnig mikilvægu hlutverki að gegna í hagsmunagæslu bæði á Íslandi og í Svíþjóð fyrir hönd sinna félaga. Samskipti við opinbera aðila eru með öðrum orðum mikilvægur þáttur í starfseminni.  

Sænsk íslenska viðskiptaráðið á að sjálfsögðu einnig mikil samskipti við systursamtök hérlendis og í Svíþjóð og mikilvægi góðra tengsla hafa sýnt sig betur en nokkru sinni í þeirri fjármálakreppu sem gengur nú yfir heiminn. Sænskir fjölmiðlar hafa eðlilega sýnt Íslandi mikinn áhuga, ekki síst í ljósi mikilla eignatengsla íslenskra og sænskra fyrirtækja.  Eins og ávallt þegar bjátað hefur á, hefur sýnt sig að vinabönd þessar þjóða eru sterk og er það einfaldlega ómetanlegt að eiga aðrar þjóðir að á erfiðleikatímum.

Framkvæmdastjóri ráðsins er Kristín S. Hjálmtýsdóttir

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024