Unnið að því að fá frest á greiðslu opinberra gjalda

Vegna erfiðrar lausafjárstöðu margra fyrirtækja hefur Viðskiptaráð, í samvinnu við fleiri aðila, beitt sér fyrir því að hið opinbera veiti frest á greiðslu opinberra gjalda, sem annars eru á gjalddaga á næstu dögum og vikum. Virðisaukaskattur vegna innflutnings er á gjalddaga 15. nóvember og vegna innanlandssölu  5. desember. Þess er farið á leit við stjórnvöld að heimilt verði að skipta og mögulega fresta greiðslum á virðisauka um tiltekinn tíma.  Þeir sem nýta sér slíka fresti myndu þó þurfa að greiða einhverja vexti. Einnig hefur verið óskað eftir sömu heimild vegna staðgreiðslu í nóvember. Nánar verður upplýst um framvindu þess máls á næstu dögum.

Tengt efni

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (erlendar fjárfestingar)

Viðskiptaráð Íslands telur markmið frumvarpsins og útfærslu þess til mikilla ...

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023

Marel hlaut viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðurkenning fyrir sjálfbærniskýrslu ársins var veitt í hádeginu við hátíðlega ...
8. jún 2023