Viðskiptaráð Íslands

Unnið að því að fá frest á greiðslu opinberra gjalda

Vegna erfiðrar lausafjárstöðu margra fyrirtækja hefur Viðskiptaráð, í samvinnu við fleiri aðila, beitt sér fyrir því að hið opinbera veiti frest á greiðslu opinberra gjalda, sem annars eru á gjalddaga á næstu dögum og vikum. Virðisaukaskattur vegna innflutnings er á gjalddaga 15. nóvember og vegna innanlandssölu  5. desember. Þess er farið á leit við stjórnvöld að heimilt verði að skipta og mögulega fresta greiðslum á virðisauka um tiltekinn tíma.  Þeir sem nýta sér slíka fresti myndu þó þurfa að greiða einhverja vexti. Einnig hefur verið óskað eftir sömu heimild vegna staðgreiðslu í nóvember. Nánar verður upplýst um framvindu þess máls á næstu dögum.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024