Á fjórða hundrað manns voru viðstaddir árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands, sem haldið var í gær á Reykjavík Hilton Nordica. Yfirskrift þingsins var „Endurreisn Hagkerfisins“ og meðal gesta voru lykilmenn úr íslensku Viðskiptalífi, ráðherrar, þingmenn, embættismenn og erlendir sendiherrar.
Erindi héldu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Erlendur Hjaltason formaður Viðskiptaráðs og Dr. Pedro Videla prófessor í hagfræði við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona. Þá afhenti Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra námsstyrki Viðskiptaráðs, en fjórir framúrskarnandi nemendur í framhaldsnámi á háskólastigi hlutu styrk að fjárhæð 350 þúsund krónur hver.
Að loknum framsögum ræddu fulltrúar stjórnmálaflokkanna um áherslur til framtíðar, en þar tóku þátt þau Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, Sigmunur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknaflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar og Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins. Að því loknu ræddu þau Jón Sigurðsson forstjóri Össurar, Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital, Svava Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík, Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður CCP, um viðhorf og viðbrögð viðskiptalífsins.
Setningarræðu Erlendar Hjaltasonar má nálgast
hér .
Erindi Jóhönnu Sigurðardóttur má nálgast
hér .
Glærur Pedros Videla má nálgast
hér .
Viðskiptaráð Íslands gaf út skýrslu í tengslum við Viðskipaþingið og ber hún heitið „Endurreisn hagkerfisins – horft til framtíðar“. Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi þess að líta til framtíðar og fjallað um þær áherslur sem heppilegt er að hafa að leiðarljósi í því endurreisnarstarfi sem framundan er. Skýrsluna er hægt að nálgast rafrænt á
vefsíðu Viðskiptaráðs .
Viðskiptaráð þakkar innilega öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera þennan dag eins vel heppnaðan og raun bar vitni. Það er von Viðskiptaráðs að þingið reynist lóð á vogarskálar skjótrar og upplýstrar ákvörðunartöku um eitt mikilvægasta verkefni sem íslenska þjóðin hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir: Endurreisn hagkerfisins.