Viðskiptaráð Íslands

Fjármál ríkisins og leiðir út úr kreppunni

Mikið hefur verið fjallað um fjármál ríkisins á undanförnum vikum og mánuðum. Í máli Frosta Ólafssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs á morgunverðarfundi um stöðu og horfur ríkisfjármála í síðustu viku kom fram að til þess að efnahagsáætlun AGS gengi upp væri einkar mikilvægt að ná tökum á fjármálum ríkissjóðs . Þar benti hann á að skattkerfið hér á landi væri ekki rót þess vanda sem nú er við etja, enda hafi það verið einfalt, hagkvæmt og til þess fallið að jafna hagsveiflur. Vandann megi þvert á móti einkum rekja til ósjálfbærrar útgjaldaþróunar í ríkisfjármálum.

Hagræðing í ríkisrekstri
Viðskiptaráð leggur áherslu á það að ríkisfjármálin eru lykilatriði í efnahagslegri endurreisn landsins, en með viðsnúningi í ríkisfjármálum má efla lánshæfismat ríkissjóðs og annarra stofnana hagkerfisins á nýjan leik. Þetta kom Finnur Oddsson framkvæmdastjóri ráðsins inn á í erindi sínu á fundinum Sóknaráætlun fyrir Ísland í síðustu viku sem haldinn var af stýrihópnum 20/20. Í máli hans kom einnig fram að ábyrg stefna í ríkisfjármálum efli trúverðugleika íslensku krónunnar og stuðli jafnframt að styrkingu hennar. Mikilvægt er að ekki verði ráðist í frekari skattahækkanir heldur verði aðlögun náð fram með hagræðingu í ríkisrekstri. Finnur minnti að lokum á það að leggja verður ríkari áhersla á samstöðu og samstarf um aðgerðir sem stuðla að hagvexti og þ.a.l. bættum lífskjörum.

Fleiri tillögur Viðskiptaráðs má sjá í skýrslunni Fjármál hins opinbera - aðrar leiðir færar, sem má nálgast hér. Glærur frá erindi Frosta má nálgast hér og frá erindi Finns hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024