Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sat í pallborði fyrir hönd Íslands á ráðstefnu hjá Alþjóða viðskiptastofnuninni (e. World Trade Organization) í Genf sem kallast #SheTrades session. Ráðstefnan er samstarf Íslands, Kanada og International Trade Center (e. ITC) og er leitt áfram af Fastanefnd Íslands í Genf. Efni ráðstefnunnar var kynjajafnrétti í viðskiptum og hvort efnahagsleg rök væru fyrir eflingu kvenna í viðskiptum. Ráðstefnan fór fram dagana 26. – 28. september.
Ásta talaði m.a. fyrir því hvers vegna kynjajafnrétti skiptir máli í viðskiptum og vitnaði í skýrslur sem gefnar hafa verið út af McKinsey & Company og bera heitið "Women Matter". Í þeim er sýnt fram á með staðreyndum að fyrirtæki með konur í stjórnum og stjórnunarstöðum hafi sýnt fram á betri efnahagslega frammistöðu en þau sem engar konur hafi.
Ásta rak jafnframt sögu íslenskrar kvennabaráttu og stiklaði á stóru í sögu jafnréttis á Íslandi, allt frá skattaívilnunum á 7. áratugnum og mótmælum á 8. áratugnum til stofnun Kvennalistans og samþykktar jafnlaunavottunar. Einnig fór hún yfir hversu dýrmætt það væri að á Íslandi ættu konur og karlar rétt á jafnlöngu fæðingarorlofi og að enginn efaðist um hennar getu að geta sinnt móðurhlutverkinu um leið og hún ynni sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ásta vitnaði jafnframt í framfarir í íslensku atvinnulífi en viðurkenndi að enn væri langt í land með að ná fullu jafnrétti á milli kynjanna.
Hér má nálgast skemmtilega klippu af viðtali við Ástu eftir fundinn ásamt dóttur sinni:
#InclusiveTrade also means including women in business. Watch @astafjeldsted, from the Iceland Chamber of Commerce, at the #WTOPublicForum pic.twitter.com/JS9Fb2Lemi
— WTO (@wto) September 27, 2017