Viðskiptaráð Íslands

Dagskrá Viðskiptaþings 2018

Samkeppni og hefðbundnir viðskiptahættir eru að breytast á leifturhraða á tímum sögulegra framfara í tækni. Viðskiptaþing 2018, sem fram fer 14. febrúar, mun fjalla um hvernig tæknin er að endurskrifa leikreglur viðskiptalífsins. Aðalfyrirlesari þingsins 2018 er Andrew McAfee, einn eftirsóttasti ráðgjafi heims á sviði stafrænna tæknibreytinga. Einnig fáum við að hlýða á danska tæknigúrúinn og frumkvöðulinn Tommy Ahlers sem situr í tæknirofsráði Danmerkur (d. disuptionrådet). Tommy mun fræða okkur um það hvernig danska ríkið hefur hugað að samkeppnishæfni landsins með stefnumótandi aðgerðum og sér tækniráði þeim tengdum. Umræður með ráðherrum fylgja í kjölfarið undir forystu Bergs Ebba Benediktssonar, framtíðarfræðings.

Dagskrána í heild sinni má sjá hér.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024