Dagskrá Viðskiptaþings 2018 er nú kynnt til leiks og skartar glæsilegum hópi framsögumanna og efnivið með eftirsóttum aðalfyrirlesurum á sviði stafrænna tæknibreytinga á heimsvísu.
S T R A U M H V Ö R F- SAMKEPPNISHÆFNI Í STAFRÆNUM HEIMI
Stóri salur opnar á Hilton Nordica kl. 12:30 og þingið er sett á slaginu 13:00.
Biðlistinn er langur og ómönnuð sæti gefin þeim sem bíða þegar þingið hefst.
Uppselt er á þingið og því hvetjum við gesti til að mæta tímanlega, en salurinn opnar 12:30.
Skráningarmóttaka verður við innganginn þar sem gestir segja til nafns. Ekki er þörf á að prenta út miða af tix.is.
Til að tryggja sem besta upplifun þína mælum við með því að mæta tímanlega fyrir þægilegt bílastæði og skráningu á þingið. Meðfylgjandi er yfirlitsmynd sem sýnir bílastæði á nærliggjandi svæðum, bak við Hilton Nordica, á Engjateigi, við Þróttarheimilið og bak við Laugardalshöll, t.a.m.