Dagskrá Viðskiptaþings 2017

Viðskiptaþing 2017 verður haldið fimmtudaginn 9. febrúar næstkomandi frá kl. 13 til 17. Yfirskrift þingsins er„Börn náttúrunnar: framtíð auðlindagreina á Íslandi.“

Dagskrá Viðskiptaþings hefur nú verið opinberuð en efnistök lúta að auðlindageiranum sem er undirstaða verðmætasköpunar í hagkerfinu. Auðlindagreinar Íslands samanstanda af orkunýtingu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Þær mynda undirstöðu góðra lífsskilyrða á Íslandi og eru jafnframt uppspretta nýrra hugmynda og verðmæta. Á Viðskiptaþingi 2017 verður fjallað um sjálfbæra nýtingu þessara auðlinda og tækifærin sem greinarnar standa frammi fyrir vegna umsvifamikilla breytinga á alþjóðavísu.

Þátttakendur þingsins koma úr ólíkum áttum en aðalræðumaður þingsins er Wal van Lierop framtaksfjárfestir (e. venture capitalist) sem leggur sérstaka áherslu á auðlindageirann. Wal býr yfir fjölbreyttri alþjóðlegri reynslu sem forstjóri, ráðgjafi og fræðimaður. Hann er einn stofnenda Chrysalix sem er kanadískur nýsköpunarsjóður á sviðum ýrra sjálfbærra tæknilausna og auðlindanýtingar.


___________DAGSKRÁ VIÐSKIPTAÞINGS 2017___________

Viðskiptaþing 2017

RÆÐA FORMANNS VIÐSKIPTARÁÐS
Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður JÁ hf.

THE ICELAND OPPORTUNITY
Wal van Lierop, forstjóri Chrysalix

KAFFIHLÉ

RÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra

FRAMTÍÐ AUÐLINDAGREINA Á ÍSLANDI: ÖRMYNDBÖND OG ERINDI
Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood
Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA

PALLBORÐSUMRÆÐUR
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

MÓTTAKA
Ljúfir tónar og léttar veitingar

FUNDARSTJÓRI: Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

#viðskiptaþing

Nánari upplýsingar og skráningu má nálgast hér

Tengt efni

Brýnt að auka orkuframleiðslu

Að mati Viðskiptaráðs skýtur það skökku við að færa virkjunarkosti í ...
21. jún 2024

Orkulaus eða orkulausnir?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Viðskiptaþingi sem fór fram 9. febrúar 2023
16. feb 2023

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022