Viðskiptaráð Íslands

Úrslit í Verkkeppni Viðskiptaráðs 2017

Helgina 15.-17. september fór Verkkeppni Viðskiptaráðs fram í fyrsta skiptið. Samtals 50 keppendur kepptust sín á milli í 11 liðum um að svara spurningunni "Hvernig verður Ísland tæknivæddasta þjóð í heimi árið 2030". Liðin kynntu tillögur sínar á sunnudeginum fyrir dómnefnd og voru kynningarnar eins fjölbreyttar og þær voru margar. Sem dæmi má nefna hugmyndir um "íslenska skýið", breytingu á styrkjafyrirkomulagi í landbúnaði, forrit til að hjálpa við tungumálakennslu, byggingu svokallaðra "þythylkja"og samstarf hins opinbera og einkageirans í nýsköpunarsjóðnum JAKA.

Þeir Daníel Alexandersson, Viðar Róbertsson, Davíð Þór Jónsson, Alexander Jósep Blöndal og Vilhjálmur Pálmason báru sigur úr býtum með hugmynd sinni um byltingu í heilbrigðiskerfinu með nýtingu gervigreindar. Úrslit voru kunngerð og verðlaun afhent af menntamálaráðherra á afmælishátíð Viðskiptaráðs í Háskólabíói 21. september síðastliðinn.

Sigurliðið fær að launum ferð til Sílikondalsins á næstu vikum í för með Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Þar heimsækir hópurinn fyrirtæki á borði við Facebook, Google, Uber, NASA og Tesla. Við vonum að hópurinn njóti ferðarinnar og óskum þeim um leið hjartanlega til hamingju með sigurinn.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024