Elísa Arna Hilmarsdóttir hefur tekið til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. Þá sinnir Sigrún Agnes Einarsdóttir tímabundnum verkefnum hjá Viðskiptaráði.
Elísa Arna Hilmarsdóttir hefur tekið til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands. Starf Elísu Örnu snýr fyrst og fremst að málefnastarfi og útgáfu, svo sem hagfræðilegum greiningum og skrifum, auk þess að taka þátt í öðrum daglegum störfum ráðsins.
Elísa Arna útskrifaðist með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2020. Hún hefur að undanförnu starfað sem hagfræðingur á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabanka Íslands en sinnti áður sumarstörfum fyrir SL lífeyrissjóð og Arion banka auk dæmatíma- og aðstoðarkennslu við Háskóla Íslands.
Þá sinnir Sigrún Agnes Einarsdóttir tímabundnum verkefnum hjá Viðskiptaráði, meðal annars við gerð hagfræðilegra greininga og skrif.
Sigrún Agnes, sem er með B.Sc. gráðu í hagfræði og fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði áður hjá Valitor, hefur starfað fyrir ráðið frá því í sumarbyrjun og mun gera áfram næstu vikurnar.