Helga Melkorka Óttarsdóttir og Arnar Sveinn Harðarson fjölluðu um breytingar á regluverki
Í gær stóðu Viðskiptaráð og LOGOS fyrir námskeiði um nýja löggjöf á sviði umhverfismála og sjálfbærni en miklar breytingar hafa orðið og eru framundan á regluverki ESB/EES í þeim efnum.
Það voru þau Helga Melkorka Óttarsdóttir hrl. og Arnar Sveinn Harðarson hdl. sem fræddu stjórnendur og sérfræðinga sem sóttu námskeiðið um helstu atriði og aðgerðir sem íslensk fyrirtæki þurfa að huga að í tilefni lagabreytinganna.
Mikill áhugi var fyrir námskeiðinu og seldust plássin sem í boði voru hratt upp. Við þökkum þátttakendum fyrir komuna og þeim Helgu Melkorku og Arnari Sveini fyrir afar fróðlegt námskeið.