Viðskiptaráð Íslands

Fullt út úr dyrum í Drift EA

Viðskiptaráð stóð fyrir opnum fundi í síðustu viku hjá Drift EA á Akureyri. Frábær mæting var á fundinn en um 110 manns mættu til fundarins og var fullt út úr dyrum.

Á fundinum hélt Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, erindi og fór yfir horfur í atvinnulífi og efnahagsmálum. Í kjölfarið stýrði Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, líflegu pallborði. Þar tóku þátt Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar og Páll Kristjánsson, framkvæmdastjóri Slippsins DNG.

Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til þeirra gesta sem mættu til fundarins og einnig til Drift EA fyrir einstaka gestrisni.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum. Fleiri myndir má nálgast með því að smella hér.

Upptaka frá fundinum er aðgengileg fyrir starfsfólk hjá aðildarfélögum Viðskiptaráðs. Innskráning fer fram með því að nota starfsmannanetfang hjá fyrirtæki sem er í aðild að Viðskiptaráði.

Læst efni

Skráðu þig inn til að horfa

Ekki félagi? Sæktu um aðild til að fá aðgang.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024