Viðskiptaráð Íslands

Heimsókn til Orf líftækni

Það er kappsmál að heyra og skilja áskoranir aðildarfélaga okkar og hvernig við getum beitt okkur fyrir því að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra.

Starfsfólk Viðskiptaráðs heimsótti á dögunum verksmiðju Orf líftækni við Grindavík. Félagið sem stofnað var árið 2001 hefur undanfarin ár einbeitt sér að sölu og uppbyggingu vörumerkisins Bioeffect á alþjóðlegum mörkuðum en hlaut í sumar styrk frá Evrópusambandinu til framleiðslu á nýrri vöru sem felur í sér þróun og framleiðslu á dýravaxtarþáttum fyrir stofnfrumuræktun á kjöti.

Liv Bergþórsdóttir, sem tók við sem forstjóri félagsins í apríl síðastliðnum og hefur því þurft að stýra félaginu í gegnum heimsfaraldurinn, tók á móti starfsfólki en með henni var Björn Lárus Örvar, yfirmaður rannsókna og nýsköpunar.

Viðskiptaráð hefur talað fyrir því að styrkja þurfi stoðir erlendra gjaldeyristekna á Íslandi og skapa hér eftirsóknarverð störf. Það er því kappsmál að heyra og skilja áskoranir aðildarfélaga og hvernig ráðið getur beitt sér í því að hlúa að rekstrarumhverfi þeirra.

Við þökkum Liv, Birni og Orf líftækni kærlega fyrir móttökurnar og það veganesti sem starfsfólk Viðskiptaráðs fékk inn í veturinn í heimsókninni.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024