Starfsfólk Viðskiptaráðs heimsótti um miðjan maí Washington DC. Í heimsókninni var hugveitan The Heritage Foundation sótt heim þar sem rætt var um tollastefnu Bandaríkjanna og yfirferð á fyrstu mánuðum í stjórnartíð Donald Trump.
Um miðjan maí heimsótti starfsfólk Viðskiptaráðs höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC. Í ferðinni var meðal annars hugveitan The Heritage Foundation heimsótt. Þar fengum við góða kynningu á tollastefnu Bandaríkjaforseta og yfirferð á fyrstu mánuðum í stjórnartíð Donald Trump. Með í för var sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, Svanhildur Hólm Valsdóttir, sem var áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Heritage-hugveitan hefur sögulega verið talin meðal áhrifamestu hugveita heims og haft áhrif á raunverulega stefnumótun, fjölmiðla og stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum. Þinghúsið í Washington var einnig heimsótt og þótti ferðin takast í alla staði mjög vel.