Viðskiptaráð og Arion banki bjóða til morgunverðarfundar í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 15. júní kl. 9:00-10:15. Á fundinum verða kynntar nýjar niðurstöður árlegrar úttektar IMD á samkeppnishæfni ríkja og fjallað um þýðingu þeirra fyrir íslenskt viðskiptalíf en sérstök áhersla verður lögð á umræðu um alþjóðlegar fjárfestingar og milliríkjaviðskipti. Sérstakir gestir fundarins verða þau Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland.