Viðskiptaráð og LOGOS standa fyrir námskeiði um breytingar á regluverki á sviði umhverfismála og sjálfbærni
Miklar breytingar hafa orðið og eru framundan á regluverki ESB/EES á sviði umhverfismála og sjálfbærni. Breytingarnar setja umfangsmiklar kröfur á fyrirtæki sem mikilvægt er að kynna sér vel.
Á námskeiði Viðskiptaráðs og LOGOS munu Helga Melkorka Óttarsdóttir hrl. og Arnar Sveinn Harðarson hdl. veita sérfræðingum og stjórnendum upplýsingar um atriði og aðgerðir sem íslensk fyrirtæki þurfa að huga að í tilefni lagabreytinganna.
Uppselt er á námskeiðið.