Viðskiptaráð Íslands

Afhúðun á umhverfismati framkvæmda og áætlana

Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lagt fram fyrsta frumvarpið sem felur í sér afhúðun. Nái frumvarpið fram að ganga mun það létta á reglubyrði hér á landi.

Viðskiptaráð hefur tekið frumvarp um umhverfismat framkvæmda og áætlana - afhúðun, til umsagnar en með því er brugðist við niðurstöðum skýrslu um innleiðingu EES-gerða á málefnasviði ráðuneytisins [1] og tilmælum í skýrslu starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun. [2]

Frumvarpið felur í sér breytingu á ákvæði 2. gr. laganna um umhverfismat skipulagsáætlana og ákvæðum í 1. viðauka laganna að því er varðar lengd og þvermál leiðslna til flutnings á nánar tilgreindum efnum/efnasamböndum. Nái frumvarpið fram að ganga munu lögin betur endurspegla þær EES-gerðir sem þeim er ætlað að innleiða.

Viðskiptaráð hvetur ráðuneytið til að ganga enn lengra, en í áðurnefndri skýrslu um innleiðingu EES-gerða í landsrétt kemur fram að hvorki ákvæði c. liðar 4. gr. laganna um víðerni og jarðmyndanir séu tilgreind í tilskipuninni né tilkynningarskylda uppgræðslu lands í 1. viðauka.

Ráðið fagnar vinnu ráðuneytisins og hvetur það til áframhaldandi vinnu við afhúðun svo reglubyrði hér á landi sé ekki óþarflega íþyngjandi.

1 Sjá skýrslu um innleiðingu EES-gerða í landsrétt (janúar 2024): Slóð: https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/URN/URN_Skyrsla_um_gullhudun_012024.pdf

2 Sjá skýrslu starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun (júní 2024). Slóð: https://stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2024/06/18/Skyrsla-starfshops-umadgerdir-gegn-gullhudun-EES-gerda/

Tengt efni

Ný sjálfbærnitilskipun hefur áhrif á flestöll fyrirtæki

Ný tilskipun Evrópusambandsins um sjálfbærnireikningsskil mun hafa áhrif á …
10. september 2024

Þríþættar framfarir en alvarlegur annmarki

Ný frumvarpsdrög mennta- og barnamálaráðuneytisins um námsmat fela í sér …
3. september 2024

Sex tillögur til að auka skilvirkni leyfisveitinga

Viðskiptaráð Íslands fagnar áframhaldinu vinnu stjórnvalda við að auka …
14. ágúst 2024