Á vinnustofu Viðskiptaráðs og Logos í gærmorgun, veittu Hjördís Halldórsdóttir hrl. og Áslaug Björgvinsdóttir hdl. sérfræðingum og stjórnendum upplýsingar um aðgerðir sem flest íslensk fyrirtæki þurfa að huga að í tilefni lagabreytinganna.
Í ljósi mikillar eftirspurnar hefur Viðskiptaráð ákveðið að endurtaka leikinn í samstarfi við Logos og næsta vinnustofa fer því fram á nýju ári 2018, þann 22. janúar.