Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun.

Niðurstöður kosninganna voru eftirfarandi:

Formaður Viðskiptaráðs

Ari Fenger var endurkjörinn formaður Viðskiptaráðs Íslands 2022-2024.

Stjórn Viðskiptaráðs

Eftirtalin voru kjörin í stjórn Viðskiptaráðs 2022-2024 (í stafrófsröð):

  • Ásmundur Tryggvason, Íslandsbanki
  • Benedikt Gíslason, Arion banki
  • Bogi Nils Bogason, Icelandair
  • Brynja Baldursdóttir, Motus
  • Eggert Þ. Kristófersson, Festi
  • Einar Örn Ólafsson, Play
  • Elísabet Einarsdóttir, BBA
  • Erna Gísladóttir, BL
  • Eva Bryndís Helgadóttir, LMG Lögmenn
  • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, Marel
  • Guðjón Auðunsson, Reitir fasteignafélag
  • Guðrún Ragnarsdóttir, Strategía
  • Haraldur Þórðarson, Fossar markaðir
  • Helga Valfells, Crowberry Capital
  • Helgi Rúnar Óskarsson, 66°Norður
  • Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, Creditinfo - Lánstraust
  • Hrund Rudolfsdóttir, Veritas
  • Inga Jóna Friðgeirsdóttir, Brim
  • Jón Þorsteinn Oddleifsson, Ölgerðin
  • Kolbrún Hrafnkelsdóttir, Florealis
  • Lárus Welding, Pure Holding
  • Lilja Björk Einarsdóttir, Landsbankinn
  • Magnús Magnússon, Hagar
  • Margrét Lára Friðriksdóttir, Össur
  • Margrét Pétursdóttir, EY
  • Marinó Örn Tryggvason, Kvika
  • Salóme Guðmundsdóttir, Einstaklingsaðild
  • Sigríður Vala Halldórsdóttir, Sjóvá
  • Sæmundur Sæmundsson, Efla
  • Tómas Már Sigurðsson, HS orka
  • Vilhelm Már Þorsteinsson, Eimskip
  • Þorsteinn Pétur Guðjónsson, Deloitte
  • Þór Sigfússon, Sjávarklasinn
  • Þórhildur Ólöf Helgadóttir, Íslandspóstur
  • Þórólfur Jónsson, LOGOS
  • Ægir Már Þórisson, Advania
  • Örn Gunnarsson, LEX

Um leið og Viðskiptaráð Íslands þakkar fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf er nýtt stjórnarfólk boðið innilega velkomið til starfa á vettvangi ráðsins.

Ari Fenger

Ari Fenger er forstjóri og einn af eigendum 1912 ehf. 1912 er rekstrarfélag sem á Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís. Ari hefur stýrt félaginu frá 2008 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Nathan & Olsen. Þess má geta að Nathan & Olsen er meðal elstu aðildarfélaga í Viðskiptaráði Íslands og hefur átt aðild að ráðinu síðan 1917.

Ari hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs frá árinu 2014 og framkvæmdastjórn ráðsins frá 2018. Þá situr hann einnig í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins. Ari var fyrst kjörinn formaður Viðskiptaráðs í febrúar 2020 og hlýtur nú endurkjör en samkvæmt lögum ráðsins er formanni heimilt að sitja samfleytt í fjögur ár.

Tengt efni

Vel heppnað Viðskiptaþing

Viðskiptaþing fór fram fimmtudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Yfirskrift þingsins ...
14. feb 2024

Hið opinbera: Get ég aðstoðað?

Viðskiptaþing 2024 fer fram 8. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. ...
16. jan 2024

Andri nýr formaður Viðskiptaráðs – Ný stjórn kjörin

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í dag. Þar var kunngerð niðurstaða úr ...
7. feb 2024