Lögmenn Bárugötu slf. (LMB) er nýr félagi í Viðskiptaráði Íslands. Lögmenn Bárugötu er alhliða lögmannsstofa sem býður þjónustu á fjölbreyttum sviðum lögfræðinnar. Kjarni starfseminnar tengist þó úrlausnum mála á sviði fjármunaréttar, rekstri og fjármögnun fyrirtækja auk ráðgjafar við kaup og sölu fyrirtækja.
Viðskiptaráð býður Lögmenn Bárugötu velkomið í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.