Viðskiptaráð Íslands

​Opið fyrir umsóknir um námsstyrki

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs. Alls verða veittir fjórir styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver. Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2017. Tilkynnt verður um styrkþega á Viðskiptaþingi þann 9. febrúar 2017.

Viðskiptaráð hefur um árabil veitt styrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) til einstaklinga í framhaldsnámi við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Einn styrkjanna er tileinkaður nemanda á sviði upplýsingatækni.

Valnefnd sjóðsins tekur ákvörðun um hverjir hljóta styrk. Nefndina skipa Ari Kristinn Jónsson, Daði Már Kristófersson og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir.

Nánari upplýsingar hér

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024