Opið er fyrir styrkumsóknir til námsstyrkja úr Menntasjóði Viðskiptaráðs fyrir fullt framhaldsnám erlendis. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2019. Tilkynnt er um styrkþega á Viðskiptaþingi þann 14. febrúar 2019.
Viðskiptaráð hefur um árabil veitt styrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ) til einstaklinga í framhaldsnámi við erlenda háskóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Venju samkvæmt er a.m.k. einn styrkur veittur nemanda í námsgrein tengdri upplýsingatækni.
Árið 2018 voru fjórir styrkir veittir að upphæð 1.000.000 kr. hver.