Sprotafyrirtækið Platome hefur bæst í félagatal Viðskiptaráðs. Platome þróar aðferðir fyrir vísindamenn sem rannsaka stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum og stuðla að framförum í læknisfræði.
Viðskiptaráð býður nýjan félaga velkominn í hópinn og hlakkar til árangursríks samstarfs á komandi árum.