Viðskiptaráð Íslands

Viðskiptaráð leitar að sérfræðingi í samskiptum og miðlun

Hefur þú brennandi áhuga á viðskiptalífinu? Frestur til og með 25. júní

Starfið býður upp á vinnu í þéttu teymi og krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Viðskiptaráð er lifandi vinnustaður sem gefur starfsfólki tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi og verklag.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með vefsíðu, samfélagsmiðlum og öðrum boðleiðum upplýsingamiðlunar
  • Skipulagning viðburða á vegum ráðsins
  • Útgáfumál, umsjón og vinna við framsetningu og hönnun
  • Aðkoma að málefnastarfi Viðskiptaráðs
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Þekking á samskipta- og miðlunarmálum
  • Hæfni til að framleiða kvikt efni er kostur, kunnátta í hönnun, umbroti og upplýsingatækni (InDesign, Photoshop, Adobe, Powerpoint, o.fl.)
  • Skilningur á fjölmiðlaumhverfi og þekking á helstu samskiptamiðlum ásamt greiningartólum
  • Geta til að setja sig hratt inn í ólík málefni
  • Framúrskarandi hæfni í teymisvinnu og mannlegum samskiptum

Umsókn með kynningarbréfi og ferilskrá sendist á starfsumsokn@vi.is. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2021. Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í síma 510 7100.

Viðskiptaráð Íslands var stofnað árið 1917 sem frjáls félagasamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024