Viðskiptaráð Íslands

Sigurvegarar í Verkkeppni VÍ hyggjast umbylta aðgengi að námsefni

Skilvirkt lærdómssamfélag bar sigur úr býtum í Verkkeppni Viðskiptaráðs sem haldin var í annað sinn nú um helgina. Sigurvegarar Verkkeppni VÍ hyggjast umbylta aðgengi að námsefni en liðið var skipað einstaklingum á aldrinum 16-46 ára með afar fjölbreyttan bakgrunn.

Sex lið öttu kappi en þau samanstóðu af 3-6 einstaklingum. Liðin kepptust um að móta hugmynd sem svaraði spurningunni „Hvernig lærir fólk framtíðarinnar?“. Ótal mörg tækifæri fylgja tæknivæðingunni og hinni svokölluðu 4. iðnbyltingu sem nú gengur yfir en áskoranir felast í því að nýta nýjar leiðir til að miðla upplýsingum, mennta einstaklinga og sinna störfum á fjölbreyttari hátt en áður.

Sigurliðið samanstóð af þeim Eyþóri Mána Steinarssyni, verkefnastjóra hjá Skemu, Úlfari Harra Elíassyni, framhaldsskólakennara, Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur framhaldsskólanema, Þorgrími Kára Emilssyni, sölumanni og Halldóru Guðlaugu Helgadóttur, leikskólaráðgjafa.

Dómnefndina skipuðu þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.

Nánari upplýsingar um sigurlausnina veitir Eyþór Máni Steinarsson í síma 663 1806

Keppnisliðin 6 á hátíðarkvöldverði að lokinni keppni.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024