Viðskiptaþing árið 2015 verður haldið undir yfirskriftinni „Tölvan segir nei - hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“ Aðalræðumaður verður Daniel Cable, prófessor við London Business School.
Á þinginu verður fjallað um hlutverk og umfang hins opinbera, áskoranir og tækifæri sem felast í innleiðingu kerfisbreytinga og leiðir til skapa breiðari samstöðu um umbætur í opinberum rekstri.
Auk aðalræðumanns þingsins taka til máls Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ásamt forsvarsmönnum úr stjórnmálum, stjórnsýslu og atvinnulífi.
Þingið fer fram fimmtudaginn 12. febrúar frá kl. 13.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica.
Skráning er hafin fyrir þá sem vilja tryggja sér sæti. Nánari dagskrá verður kynnt eftir áramót.