Uppselt er á viðburðinn. Tekið er við skráningum á biðlista. Ef afskráning á sér stað fær efsti aðili á biðlista staðfestingu á skráningu með tölvupósti.
Viðskiptaþing árið 2015 verður haldið undir yfirskriftinni „Tölvan segir nei: Hvernig má innleiða breytingar hjá hinu opinbera?“
Aðalræðumaður verður Daniel Cable, prófessor við London Business School. Hann mun fjalla um þær aðferðir sem leiðtogar geta beitt til að innleiða breytingar á farsælan hátt, meðal annars í samtökum með marga ólíka hagsmunaaðila líkt og hjá hinu opinbera.
Þá munu einnig taka til máls formaður og varaformaður Viðskiptaráðs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri.
Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi munu að erindum loknum taka þátt í pallborði þar sem rætt verður um getu stjórnmálanna til að sameinast um breytingar. Þinginu lýkur síðan með móttöku og tengslamyndun undir ljúfum tónum og léttum veitingum.
Þingið fer fram fimmtudaginn 12. febrúar frá kl. 13.00-16.30 á Hilton Reykjavík Nordica.
Skráning er hafin hér að neðan. Góð þátttaka var í fyrra og eru áhugasamir því hvattir til að skrá sig tímanlega.
Þátttökugjald
Félagar í Viðskiptaráði (3 eða fleiri gestir) - 13.000 kr.
Félagar í Viðskiptaráði (1-2 gestir) - 15.000 kr.
Almennt gjald - 19.000 kr.
Dagskráin í heild
13:10 Skráning
13:20 Setning fundarstjóra – Guðfinna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC ráðgjafar
13:25 Ræða formanns – Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Veritas Capital
13:40 Computer Says No:Creating Sustainable Change – Daniel Cable, London Business School
14:25 Kaffihlé
14:50 Námsstyrkir Viðskiptaráðs – kynning á styrkþegum
15:00 Ræða forsætisráðherra – Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
15:20 Er hægt að horfa á hið opinbera eins og fyrirtæki? – Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins
15:35 Sameiningarferli Ríkisskattstjóra: Leiðarljós breytinga – Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri
15:50 Pallborðsumræður: Geta stjórnmálin sameinast um breytingar? – formenn stjórnmálaflokka á Alþingi
16:20 Samantekt – Sigrún Ragna Ólafsdóttir, varaformaður Viðskiptaráðs og forstjóri VÍS
16:30 Móttaka – Ljúfir tónar og léttar veitingar