Viðskiptaráð Íslands

Tímabærar breytingar í tollamálum

Í umræðum á Alþingi í gær tilkynnti Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að framundan væri heildarendurskoðun á tollakerfinu hérlendis. Þá benti fjármálaráðherra jafnframt á að ríkissjóður hefði mjög litlar tekjur af tollum samanborið við þann kostnað sem fellur til vegna hins flókna kerfis. Einföldun á tollakerfinu væri því til hagræðis fyrir innflytjendur og hagsbóta fyrir neytendur. Viðskiptaráð fagnar þessum áætlunum stjórnvalda en ráðið hefur lengi hvatt til endurskoðunar á íslensku tollakerfi.

Tollar hér á landi eru tæplega þrefalt hærri en í nágrannalöndum Íslands og neyslustýringaráhrif þeirra, þ.e. hversu misjafnlega tollarnir leggjast á ólíkar vörutegundir, eru tvöföld. Þá er skilvirkni í framkvæmd kerfisins minni en í nágrannalöndum. Hérlendis eru tollar lagðir á samkvæmt tollskrá sem inniheldur yfir 12.000 tollnúmer, sem er umtalsvert yfir alþjóðlegu meðaltali. Á sama tíma námu tekjur ríkissjóðs af tollum einungis 0,9% af heildartekjum ríkissjóðs árið 2013 eða 7 ma. kr. Þrátt fyrir að þessar litlu skatttekjur hafa tollar hér á landi mikil áhrif á hegðun fólks. Þannig draga tollar úr vöruviðskiptum, flytja verslun úr landi og skekkja samkeppni á innlendum mörkuðum án þess að vega þungt í tekjuöflun hins opinbera. 

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024