Viðskiptaráð Íslands

Upptaka frá skattafundi VÍB

Viðskiptablaðið hefur birt upptöku af fundi VÍB um íslenska skattkerfið. Á fundinum hélt Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, erindi um áhrif skattkerfisins á hegðun einstaklinga og lífskjör. 

Þar kom meðal annars fram að minna en helmingur launahækkunar millitekjufólks situr eftir í vasa þess. Þá er skattkerfið einn orsakavaldur lítils sparnaðar Íslendinga, sem hefur verið langvarandi vandamál. Skattlagning á sparnað er yfir 70% hérlendis, sem er það hæsta á Norðurlöndunum.

Upptökuna má nálgast á vef Viðskiptablaðsins.

Glærukynning Björns er aðgengileg hér.

Tengt efni

Þessi koma fram á Viðskiptaþingi 2026

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Magnús Scheving, Birna Ósk Einarsdóttir, …
23. janúar 2026

Verðbólgan heimatilbúinn vandi

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var gestur í …
20. janúar 2026

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026