Viðskiptaráð Íslands

Breytt skattaumhverfi - erum við á réttri leið?


VÍB efnir til fundar um í hvaða átt íslenska skattkerfið er að þróast. Meðal þess sem rætt verður um eru einkenni góðra skattkerfa, skattkerfið frá sjónarhóli einstaklinga og hvatar til sparnaðar og fjárfestinga. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 12. mars kl. 8.30-10.00 á 5. hæð í höfuðstöðvum Íslandsbanka á Kirkjusandi.

Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, flytur framsöguna Skattar á Íslandi: áhrif á hegðun og verðmætasköpun.

Að loknu erindi sínu tekur Björn Brynjúlfur þátt í umræðum auk Guðrúnar Bjargar Bragadóttur hjá skatta- og lögfræðisviði KPMG.

Fundinum stýrir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB

Ókeypis er inn á fundinn og boðið verður upp á léttar morgunveitingar.

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Skattadagurinn 2025

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram …
14. janúar 2025

Peningamálafundur 2024

Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica …
21. nóvember 2024