12. mars 2015
Kynning Björns Brynjúlfs Björnssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs Íslands, á fræðslufundi VÍB um breytt skattaumhverfi fjallar um áhrif skatta á hegðun og verðmætasköpun.
Kynninguna má nálgast hér
Í kynningunni kemur m.a. eftirfarandi fram:
- Íslenska skattkerfið byggir að mestu á sköttum á vinnu, neyslu og fjármagn
- Jaðarskattar á millitekjufólk eru rúmlega 50% og hafa neikvæð áhrif á meðallaun og vinnuframlag
- Virðisaukaskatturinn á Íslandi einkennist af undanþágum
- Skattar á fjármagnstekjur taka ekki tillit til verðbólgu og leggjast því þungt á sparnað
- Þá hvetur ójöfn meðferð arðgreiðslna og vaxtagjalda til aukinnar skuldsetningar fyrirtækja
- Bæta má íslenska skattkerfið með aukinni skilvirkni, einfaldleika, samkeppnishæfni og stöðugleika
Upptöku af erindinu má nálgast á vef Viðskiptablaðsins.